Auglýst eftir safnverði

júní 11, 2007
Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir safnverði í munasafn. Munasafn er yfirheiti fyrir Listasafn Borgarness, Byggðasafn Borgarfjarðar og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar. Í Safnahúsi er einnig rekið Héraðsskjalasafn og Héraðsbókasafn Borgarfjarðar.
Starfslýsing
Munavörður gerir fjárhagsáætlanir fyrir söfnin og ber faglega ábyrgð á því að varðveisla safnmuna standist kröfur um ábyrga minjavörslu. Mótar varðveislu- söfnunar- og sýningarstefnu fyrir söfnin. Starfsmaður munasafns hefur umsjón með minjageymslum og veitir öðrum söfnum á Borgarfjarðarsvæðinu ráðgjöf á sviði geymslumála. Munavörður hefur umsjón með fræðslu/ miðlun til skólahópa og annarra gesta Safnahúss.Starfshlutfall er 50% til áramóta 2007/2008 en verður endurskoðað eftir það.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun er æskileg og þá helst á sviði safnamála, sagnfræði eða tengdra faga, sem og þekking og reynsla af safnastarfsemi. Krafist er góðrar tölvukunnáttu. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika, sýna frumkvæði, vera nákvæmur og skipulagður.
Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss: 433-7100 – gudrunj@borgarbyggd.is
Umsóknir sendist til skrifstofu Borgarbyggðar merktar: Borgarbyggð, bt. menningarfulltrúa, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes.
Umsóknafrestur er til 20. júní 2007.

Share: