Auglýst eftir fulltrúa íbúa í Upplýsinga- og lýðræðisnefnd

október 6, 2017
Featured image for “Auglýst eftir fulltrúa íbúa í Upplýsinga- og lýðræðisnefnd”

Til að styrkja þróun upplýsingamála og efla enn frekar lýðræðislega umræðu meðal íbúa sveitarfélagsins skipaði sveitarstjórn Borgarbyggðar nefnd til að móta stefnu í upplýsinga- og lýðræðismálum sveitarfélagsins. Nefndinni er ætlað að starfa til loka kjörtímabilsins. Nefndin á að vera skipuð einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn (alls fjórir) og einum aðila sem verði valinn á annan hátt úr hópi íbúa. Einnig vinnur mannauðsstjóri Borgarbyggðar með nefndinni.

Nú hefur nefndin hafið störf og ákveðið að auglýsa eftir fulltrúa íbúa til að starfa í nefndinni. Nefndin fundar 3ju hverja viku á mánudögum kl. 17 og eru nefndastörfin launuð samkvæmt reglum Borgarbyggðar.

Íbúar með lögheimili í Borgarbyggð sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi Upplýsinga-og lýð-ræðisnefnd eru beðnir um að senda nafn sitt, heimilisfang, símanúmer og hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að starfa í nefndinni á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eða skila upplýsingunum í afgreiðslu ráðhúss Borgar-byggðar að Borgarbraut 14. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 16. október nk. Dregið verður úr innsendum tillögum íbúa á fundi nefndarinnar 23. október nk. Nánari upplýsingar gefur Magnús Snorrason formaður nefndarinnar í síma 843-9806.

 


Share: