Átt þú góða mynd af kennileitum í Borgarbyggð?

júní 8, 2020
Featured image for “Átt þú góða mynd af kennileitum í Borgarbyggð?”

Borgarbyggð leitar eftir fallegum ljósmyndum af Borgarbyggð, þá helst myndir sem sýna kennileiti, mannlíf eða bæjarstæði sveitarfélagsins.

Hugmyndin á bakvið þessu verkefni er að safna myndum sem hugsanlega er hægt að nota í kynningarefni sveitarfélagsins.

10 myndir verða valdar og borgar sveitarfélagið fyrir notkun myndarinnar.

Mynd ásamt upplýsingum um hvar og hvenær hún er tekin og nafn á ljósmyndaranum sendist á amm@borgarbyggd.is.


Share: