Næstkomandi þriðjudag 9. apríl mun söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýna atriði úr söngleikjunum Oliver eftir Lionel Bart í þýðingu Flosa Ólafssonar og Fiðlaranum á þakinu eftir Jerry Bock í þýðingu Þórarins Hjartarsonar. Í sýningunni koma fram bæði börn og fullorðnir, með hlutverk Olivers fer Ernir Daði Arnberg Sigurðsson og í hlutverki mjólkurpóstsins Tevye í Fiðlaranum er Olgeir Helgi Ragnarsson. Leikstjóri er Halldóra Rósa Björnsdóttir og um tónlistarstjórn sér Theodóra Þorsteinsdóttir. Zsuzsanna Budai leikur með á píanó. Skemmtileg og fjörug sýning.
Sýningarnar verða í sal skólans að Borgarbraut 23 í Borgarnesi og verða tvær, sú fyrri kl. 18:00 og seinni sýningin kl. 20:00. Aðeins verða þessar tvær sýningar. Hægt er að panta miða í síma 864 2539 eða á netfang skólans tonlistarskoli@borgarbyggd.is