Atkvæðin talin í íþróttahúsinu í Borgarnesi

maí 5, 2003
Um tuttugu manns munu sinna því verki að telja atkvæðin í NV-kjördæmi í komandi Alþingiskosningum og munu þau gera það í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Að sögn Gísla Kjartanssonar, formanns yfirkjörstjórnar, má búast við að talningin taki lengri tíma en áður. “Það er miklu meiri vinna í kringum þetta en hefur verið vegna stækkunar umdæmisins. Meiningin er að flogið verði með atkvæðin frá Vestfjörðum en annars verða þau keyrð frá öðrum stöðum. Það má alveg búast við því að við verðum eitthvað lengur frameftir en venjulega.” Gísli sagði að talningi hæfist klukkan 18 á kjördag og fljótlega eftir að kjörstöðum lokaði mætti vænta að fyrstu tölur yrðu lesnar.

Share: