Átak í handsömun katta í Borgarnesi

apríl 3, 2012
Fjöldi katta í Borgarnesi er farinn að valda mörgum íbúum ónæði. Í flestum tilfellum er um villiketti eða ómerkta óskráða ketti að ræða. Því hefur verið ákveðið að gæludýraeftirlitsmaður muni frá og með morgundeginum og næstu vikur fara í átak í handsömun óskráðra katta í Borgarnesi. Handsamaðir kettir verða auglýstir og afhentir réttum eigandum gegn greiðslu handsömunargjalds, eftir að þeir hafa verið skráðir. Villikettirnir verða hinsvegar svæfðir.
Þeim kattaeigendum sem enn hafa ekki skráð ketti sína er bent á að bæta þar úr hið bráðasta og losna þannig við óþarfa kostnað. Þeir kattareigendur sem eru með ketti sína á skrá eða hafa sótt um skráningu eru beðnir um að sjá til þess að kettirnir séu vel merktir til að auðvelda eftirlitsmanni að greina þá frá hinum án þess að þurfa að lesa á eyrnamerki eða örmerki.
 

Share: