|
Selma |
Fimmtudaginn 26. febrúar munu feðginin Selma og Hermann koma í Borgarnes með erindi sitt sem þau kalla
Ást gegn hatri. Selma mun hitta nemendur í 5. – 7. bekk kl. 11.00 og 8. – 10. bekk kl. 12.30 í Óðali og ræða við þá um reynslu sína, en hún varð fyrir einelti í skóla.
Hermann verður með fræðslu fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa kl. 19.30 í Hjálmakletti.
Við hvetjum alla til að mæta!
Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskólinn í Borgarnesi