Hver stórviðburðurinn rekur annan í félagslífinu.
Samféshátíðin ekki fyrr búin en Árshátíð nemendafélagsins er komin á fjalirnar í Óðali.
Að þessu sinni er það Bugsy Malone sem unglingarnir taka fyrir og má ætla að
sýningin verði lífleg en um 40 unglingar taka þátt í uppsetningunni undir leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar.
Þeir sem taka þátt í uppsetningunni fá starf sitt metið inn í valkerfi skólans enda mikið nám sem fram fer í þessari sjö vikna leiklistartörn. Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning :
Mið. 9. mars kl. 20.00
Aðrar sýningar verða sem hér segir:
Fim.10. mars kl. 17.00 og 20.00
Lau.12. mars kl. 15.00
Sun.13. mars kl. 15.00
Mán.14. mars kl. 17.00 og 20.00
Miðaverð: Fullorðnir 1.000 kr. Börn að 16 ára aldri 500 kr.
Miðapantanir í Óðali í síma 437-1287 eftir hádegi sýningardaga.
Mætum á sýningar og styrkjum þannig unglingana okkar í starfi sínu.
i.j.