Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi 2001

mars 19, 2001

Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness stendur nú yfir í
félagsmiðstöðinni Óðal og var frumsýning laugardaginn 17. mars.

Æfingar í leiklistarklúbbnum hafa staðið í nokkrar vikur og er árangurinn nú
kominn á fjalirnar í félagsmiðstöðinni.
Það eru valin atriði úr Gaukshreiðrinu í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar sem unglingarnir taka fyrir í ár.
Sýningar verða út þessa viku og er vonandi að sem flestir mæti á sýningar og sýni krökkunum þannig stuðning í verki.

Sýningar næstu daga eru:
Mánudaginn 19. mars kl. 20.oo
Miðvikudaginn 21. mars kl. 20.oo
Fimmtudaginn 22. mars kl. 20.oo
Föstudaginn 23. mars kl. 20.oo


Share: