Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi

mars 5, 2002

Í ár er árshátíðarverkefni Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi söngleikurinn &quotGrease” en hann var síðast settur á svið í Félagsmiðstöðinni Óðali fyrir átta árum.
Oft hafa sýningar Nemendafélagsins verið athyglisverðar og mikið fyrir augað og er engin undantekning á því í ár. Um 40 unglingar taka þátt í sýningunni og fara þeir allir á kostum í söng, dansi, leik og hljóðfæraleik, að ógleymdum tæknimönnunum og öðrum sem vinna á bak við tjöldin.
Stefán Sturla Sigurjónsson leikari leikstýrði krökkunum en þetta er þriðja árið í röð sem hann vinnur gott starf með unglingunum í
félagsmiðstöðinni í Borgarnesi.
Uppselt hefur verið á allar sýningar sem voru á dagskrá og því hefur verið ákveðið að hafa aukasýningar á þessari fjörugu árshátíð Nemendafélagsins miðvikudaginn 6. mars kl. 17.00 og 20.00 og fimmtudaginn 7. mars kl. 17.00.
Styðjum unglingana og mætum á kraftmikla og heillandi skemmtun í Félagsmiðstöðinni Óðali!


Share: