Arabískt hlaðborð og upplestur

Hvernig er hægt að vera ríkisfangslaus? Hvernig er að ala upp börn í stríði? Hvernig er að enda í tjaldi? Hvernig er að skola á land á Íslandi?
Þá munu borðin í Landnámssetrinu svigna undan arabískum kræsingum! Gestakokkarnir Lína Mazar og Abeer Mahmood sem búsettar eru á Akranesi töfra fram spennandi rétti frá Írak og Palestínu. Ilmur af möndlum, kanil, kardimommum og margvíslegum spennandi kryddum fylla salinn ásamt ljúfum, arabískum tónum.