Ályktun bæjarstjórnar vegna uppsagna Norðlenska

janúar 10, 2002

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 10. janúar 2002 var eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða:
“Bæjarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu með uppsögnum Norðlenska á öllum starfsmönnum í slátrun og kjötvinnslu í Borgarnesi um s.l. áramót, auk þess sem óvíst er um áframhald sauðfjárslátrunar. Slík aðgerð setur lífsafkomu margra fjölskyldna í mikla óvissu, og er hún jafnframt óásættanleg fyrir framleiðendur og héraðið í heild. Unnið er markvisst að því að finna lausnir á þessu máli og leggur bæjarstjórn áherslu á að þær skili árangri til framtíðar.”


Share: