Fjölmenni var á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi þegar ljós voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar síðastliðinn sunnudag. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs flutti ávarp. Stekkjastaur og Gáttaþefur gátu stolist til byggða til að spjalla við krakkana. Stúfur mun hafa ætlað með enda mjög spenntur að hitta krakka í jólaskapi en Grýla gamla rak aumingja Stúf aftur heim í hellinn.
Drekaskátar sungu jólalögin við góðar undirtektir og nemendur 9. bekkjar buðu gestum upp á heitt súkkulaði. Myndirnar tók Kristján Ingi Hjörvarsson.