Af nógu að taka – fjöldi viðburða í Borgarbyggð um helgina

mars 18, 2011
Það verður nóg að gera hjá íbúum Borgarbyggðar ef þeir ætla að sækja alla þá viðburði sem verða á dagskrá þessa helgina í sveitarfélaginu. Þá er upplagt fyrir ferðamenn að staldra við og njóta lífsins og taka þátt og upplifa fjölbreytta menningu.
 
 
Á dagskrá er m.a.:
Föstudagur 18.03.
 
Kl. 16,00 Opnun skósýningarinnar miklu í Gamla Mjólkursamlaginu við Skúlagögu. Sýningin verður opin alla helgina.
 
Kl. 20,00 Ferðin á heimsenda, leiksýning í Lyngbrekku. Leikdeild Skallagríms.
 
Kl. 20,00 Mr. Skallagrímsson, leiksýning í Landnámssetri.
 
Kl. 20,30 Félagsvist í Félagsbæ
 
Laugardagur 19.03.
Kl. 12,00 KB-mótaröðin í reiðhöllinni Faxaborg
 
Kl. 12,00 Danshátíð í Hjálmakletti
 
Kl. 13,00 Málþing í Snorrastofu um vatnasvæði Hvítár
 
Kl. 15,00 Tónleikar og dagskrá um Sigvalda Kaldalóns í Reykholtskirkju.
 
Kl. 17,00 Ferðin á heimsenda, leiksýning í Lyngbrekku. Leikdeild Skallagríms
 
Kl. 20,00 Útnefning á íþróttamanni ársins í Borgarbyggð. Hjálmaklettur.
 
Kl. 20,30 Með vífið í lúkunum, leiksýning í Logalandi. Ungmennafélag Reykdæla.
 
Kl. 21,00 Fjölskylduball í Hjálmakletti.
 
Sunnudagur 20.03.
 
Kl. 10,00 Pílagrímsganga frá Hjarðarholti að Norðtungu.
 
Kl. 14,00 Brúðusýningin Gilitrutt í Brúðuheimum.
 
Kl. 16,00 Tónleikar í Borgarneskirkju, Þóra Einarsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari.
 
Kl. 17,00 Ferðin á heimsenda, leiksýning í Lyngbrekku. Leikdeild Skallagríms.
 
Þriðjudagur 22.03.
 
Kl. 20,30 Afmælistónleikar Samkórs Mýramanna í Lyngbrekku
 

Share: