Lionsklúbbur Borgarness og Lionsklúbburinn Agla héldu upp á, annars vegar 60 ára, og hins vegar 30 ára afmæli sín s.l. laugardag með veglegum hætti í Hjálmakletti. Við þetta tækifæri færðu klúbbarnir Borgarbyggð að gjöf 10 vandaða setbekki sem komið verður fyrir á jafnmörgum stöðum í þéttbýli Borgarbyggðar. Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs þakkaði gjöfina um leið og hún veitt bekkjunum viðtöku f. h. Borgarbyggðar. Á myndinni eru fulltrúar Borgarbyggðar ásamt fulltrúum Lions að prófa einn bekkinn.