Afmælishátíð Lions

apríl 10, 2017
Featured image for “Afmælishátíð Lions”

Lionsklúbbur Borgarness og Lionsklúbburinn Agla héldu upp á, annars vegar 60 ára, og hins vegar 30 ára afmæli sín s.l. laugardag með veglegum hætti í Hjálmakletti. Við þetta tækifæri færðu klúbbarnir Borgarbyggð að gjöf 10 vandaða setbekki sem komið verður fyrir á jafnmörgum stöðum í þéttbýli Borgarbyggðar. Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs þakkaði gjöfina um leið og hún veitt bekkjunum viðtöku f. h. Borgarbyggðar. Á myndinni eru fulltrúar Borgarbyggðar ásamt fulltrúum Lions að prófa einn bekkinn.


Share: