Afmælisfjör og ný skólanámskrá í Uglukletti

október 21, 2014
Í gær héldu krakkarnir á Uglukletti upp á sjö ára afmæli skólans. Dagurinn hófst á afmælismorgunverði og skrúðgöngu um húsið, sögustund og afmælisköku. Ekta afmælismatur var á borðum í hádeginu og gestum og gangandi var svo boðið í vöfflur.
Kolfinna sveitarstjóri og Ásthildur fræðslustjóri þáðu að að sjálfsögðu boð um að koma og heilsa upp á krakkana og kynna sér skólanámskrá Uglukletts sem var “frumsýnd” á afmælisdaginn. Í námskrána hefur verið lögð mikil vinna bæði starfsmanna, barna og foreldra. Myndin var tekin þegar þær Kolfinna og Ásthildur fengu báðar afhent eintak af skólanámskránni.
Til hamingju, krakkar og starfsfólk, með daginn og flotta skólanámskrá!
 
 

Share: