Nú er unnið að uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vesturlands og gerð nýrrar aðgerðaáætlunar fyrir árin 2021-2023.
Þér er hér með boðið að taka þátt í leiðbeinandi vali á viðfangsefnum sem sett verða í forgang varðandi verkefni tengd innviðum áfangastaða í aðgerðaráætlun Áfangastaðaáætlunar Vesturlands 2021-2023.
Í könnuninni eru listaðir upp staðir og verkefni sem horft er til að þurfi að vinna að í Borgarbyggð.
Þú getur lagt þínar áherslur á vogarskálarnar með því að velja þau verkefni sem þú vilt setja í forgang að unnið verði að á tímabilinu 2021-2023.
Hægt er að taka þátt í könnuninni til miðnættis þriðjudaginn 17. nóvember.