Ærslabelgur

maí 31, 2018
Featured image for “Ærslabelgur”

Þann 17.maí samþykkti Byggðaráð Borgarbyggðar að fjárfest yrði í svokölluðum ærslabelg og honum komið fyrir við Arnarklett.  Leiktæki sem þetta þurfa svæði sem uppfylla ákveðnar forsendur eins og stærð svæðis, undirlag og aðgengi að rafmagni.  Í ljós kom að rafmagn við Arnarklett („Wembley“) er ekki aðgengilegt að mati RARIK og því var brugðið á það ráð að finna belgnum nýjan stað. Niðurstaðan var því sú að ærslabelgnum verður komið fyrir neðan við sundlaugina, við enda frjálsíþróttavallarins og er þess vænst að þar muni hann nýtast vel.


Share: