Þrátt fyrir smá kuldakast þá mæta þau yngstu í ungbarnasundið sitt og gera æfingarnar sínar sem leggja grunninn að jafnvægi og lífsleikni seinna meir. Á myndinni er Helga Svavarsdóttir leiðbeinandi með einn nemanda sinna í jafnvægisæfingum og var kátt í sundhöllinni þegar við tókum þessa skemmtilegu mynd áðan.
Ungbarnasundið er kl. 15.00 á föstudögum og eru foreldrar hvattir til að mæta. Þótt kuldi sé úti er kennt í innilauginni og hún sérhituð fyrir unga fólkið í 34°C svo öllum líði vel.
ij