Æfa frumsaminn söng og gamanleik

mars 19, 2009
Hafsteinn og Bjartmar
Félagar í Ungmennafélagi Reykdæla í Reykholtsdal hafa oft á tíðum farið ótróðnar slóðir í verkefnavali. Undanfarnar vikur hafa þeir staðið í ströngu og eru nú að færa á svið í Logalandi nýjan frumsaminn söng- og gamanleik eftir heimamenn. Höfundar eru þeir Bjartmar Hannesson bóndi á Norður Reykjum og Hafsteinn Þórisson bóndi og tónlistarkennari á Brennistöðum. Hafsteinn samdi 18 lög við texta Bjartmars. Heiti verksins er “Töðugjaldaballið” en leikurinn gerist einmitt á slíkum dansleik í ónefndu félagsheimili úti á landi. Leikstjórar í verkinu eru heimafólkið Steinunn Garðarsdóttir og Jón Pétursson. Hátt í 30 manns taka þátt í sýningunni og stefnt er að frumsýningu föstudaginn 27. mars næstkomandi.
 
 

Share: