Aðventa lesin á aðventu

desember 6, 2017
Featured image for “Aðventa lesin á aðventu”

Aðventa Gunnars Gunnarssonar verður lesin í heild sinni í Safnahúsinu í Borgarnesi næstkomandi föstudag frá 17.15. Það er hópur áhugafólks sem annast lesturinn ásamt starfsfólki Safnahúss og tekur hann um tvo og hálfan tíma.

Ef einhverjir fleiri vilja taka þátt í lestrinum eru þeir beðnir um að láta vita í Safnahúsi, safnahus@safnahus.is eða 433 7200. Eru gestir og gangandi boðnir velkomnir til að stoppa við um stund og hlýða á lesturinn, sem fer fram í Hallsteinssal.

Þess má geta að allir gestir dagsins fá bókamerki að gjöf, gefið út í minningu Jóns Guðmundssonar frá Hólmakoti og Bjarna Valtýs Guðjónssonar.

Ýmislegt annað verður á dagskrá í Safnahúsi dagana 7. og 8. desember  og er heildardagskráin sem hér segir:

  1. desember (fimmtudagur) kl. 10.30

„Þekkir þú myndina?“  Sýndar verða ljósmyndir og gestir beðnir að greina þær.

Heitt á könnunni og piparkökur – allir velkomnir

  1. desember (föstudagur)

Lengd opnun – bókasafnið opið til 20.00.

  1. 17.15-19.45 Upplestur í Hallsteinssal: Aðventa Gunnars Gunnarssonar lesin.
  2. 20.00 Frásögn Gunnlaugs A. Júlíussonar afrekshlaupara af þátttöku hans í hlaupi á Bretlandi fyrir nokkrum árum.

Húsið er opið til 21.00 þetta kvöld, kaffi, piparkökur og konfekt.  Allir velkomnir.


Share: