Viltu koma og vinna á frábærum vinnustað
Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar okkur í Uglukletti aðstoðarmatráð í mötuneyti leikskólans. Í leikskólanum er allur matur eldaður frá grunni svo það væri kostur að umsækjandi hefði brennandi áhuga á hollu mataræði og reynslu af matargerð.
Vinnutími er 9.00 – 13.00 (50% starfshlutfall) og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst.
Laun skv. kjarasamningi Kjalar.
Upplýsingar veitir Kristín Gísladóttir skólastjóri í síma 4337150
Umsóknum skal skila á netfangið kristing@borgarbyggd.is