
Sameiginlegur starfsdagur leikskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar var haldinn síðastliðinn föstudag í Hjálmakletti. Unnið var með gildi og hagnýtar lausnir í vinnustofu um verkefnið „Leiðtoginn í mér“. Stuðst var meðal annars við sérstakt snjallforrit „Living the 7 Habits APP“ á starfsdeginum. Leiðbeinandi var Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri.
Frá árinu 2014 hafa leikskólar í Borgarbyggð og Grunnskóli Borgarfjarðar byggt starf sitt á hugmyndafræði Leiðtogans í mér.
Starf skólanna miðar að því að efla:
- Sjálfstraust
 - Hópvinnu
 - Frumkvæði
 - Ábyrgð
 - Sköpunargleði
 - Forystuhæfileika
 - Samskipti
 - Vitund um menningarlegan fjölbreytileika
 
Sú vinna á að bæta skólamenningu og samskipti og auka þátttöku og aðkomu foreldra.