ADHD – kynningarfundir í Hjálmakletti

mars 31, 2014
Kynningarfundur ADHD samtakanna verður haldinn í Borgarnesi
fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 14.30 í Hjálmakletti, í samvinnu
við Velferðarráðuneytið.
Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD.
Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin?
Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og formaður stjórnar ADHD
samtakanna og Björk Þórarinsdóttir gjaldkeri ADHD samtakanna
kynna samtökin.
 
Spjallfundur fyrir foreldra í Hjálmakletti
Kl. 20.00 verður spjallfundur sem Björk og Elín stýra fyrir
foreldra barna og ungmenna með ADHD.
Fundirnir eru öllum opnir. Sjá nánar hér.
 

Share: