Aðgerðir sem taka í gildi frá og með 15. apríl vegna Covid-19

apríl 14, 2021
Featured image for “Aðgerðir sem taka í gildi frá og með 15. apríl vegna Covid-19”

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að draga úr samkomutakmörkunum frá og með 15. apríl nk.

Áætlað er að þessar aðgerðir gildi til og með 6. maí nk.

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast nú við 20 einstaklinga, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Almenn nálægðarmörk eru tveir metrar.

Eftirfarandi aðgerðir taka gildi frá og með morgundeginum 15. apríl:

Skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskóla

  • Skólastarf í grunn- og tónlistarskólanum verður með áfram með breyttu sniði. Foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum.
  • Skólastarf í leikskóla verður með hefðbundnu sniði. Foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum.

Frístund

  • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði.

Félagsmiðstöðin Óðal

  • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði.

Íþróttamiðstöðvar

  • Íþróttamiðstöðvar opna með breyttu sniði en einungis er leyft 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
  • Líkamsræktarstöðin opnar á ný að uppfylltum ítarlegum skilyrðum. Eingöngu er heimilt að hafa opið fyrir hóptíma á fyrirfram ákveðnum tímum sem eru í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðva. Þjálfara eru beðnir um að hafa samband í síma 433-7140.
  • Hver tími er að hámarki 60 mínútur og viðvera hvers iðkanda í húsi er aldrei lengri en 90 mínútur.

Aldan

  • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði.

Félagsstarf aldraðra

  • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 20 einstaklinga í senn.

Safnahúsið

  • Starfsemin verður með hefðbundnu sniði en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 20 einstaklinga í senn.

Ráðhúsið

  • Ráðhúsið verður áfram lokað. Öll viðtöl fara fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað nema í undantekningartilfellum. Íbúar eru beðnir um að pantað viðtal í síma 433-7100.
  • Hér má sjá nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins.
  • Minnt er á að símatími byggingarfulltrúa er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:30 – 11:30. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bygg@borgarbyggd.is

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugasta vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur með næstu skref.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem skert þjónusta kann að valda, en reynt er að halda uppi eins háu þjónustustigi og hægt er.

 


Share: