
Frestur til að senda inn athugasemdir rann út þann 11. október 2010 og bárust athugasemdir frá 41 aðila.
Sveitarstjórn hefur fjallað um og afgreitt framkomnar athugasemdir og sent formleg svör til þeirra sem athugasemdir gerðu.
Gerðar voru óverulegar breytingar á auglýstri tillögu aðalskipulagsins í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar.
Við staðfestingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 munu eftirtaldar aðalskipulagsáætlanir falla úr gildi:
– Borgarbyggð – aðalskipulag 1997-2017 (Borgarnes).
– Borgarbyggð – aðalskipulag 1997-2017/ Bifröst.
– Aðalskipulag Hvítársíðuhrepps 2003-2015.
Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022 hefur verið sent Skipulagsstofnun með ósk um afgreiðslu til staðfestingar umhverfisráðherra.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022 og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar.
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar