Tillaga að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008-2020 er nú á lokastigi og eru íbúar sveitarfélagsins og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillöguna og koma með ábendingar og athugasemdir ef þurfa þykir. Tillöguna má skoða á heimasíðu Landlína www.landlinur.is
Ábendingar berist til: landlinur@landlinur.is eða jokull@borgarbyggd.is en einnig má senda þær til Ráhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Aðalskipulagstillagan var unnin í samstarfi Landlína ehf í Borgarnesi og vinnuhóps á vegum Borgarbyggðar og hefur nú verið send til formlegrar kynningar nágrannasveitarfélaga, lögbundinna umsagnaraðila og annarra hagsmunaaðila. Frestur þeirra til að skila inn athugasemdum vegna tillögunnar er til 22. júní n.k. Stefnt er að fyrri umræðu sveitarstjórnar um tillöguna í ágústmánuði n.k.
Stefnt er að auglýsingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008-2020 og umhverfisskýrslu í október n.k., ásamt auglýsingu um niðurfellingu eftirfarandi skipulagsáætlana: Svæðisskipulags sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017, Svæðisskipulags Mýrasýslu 1998-2010, Aðalskipulags Hvítársíðuhrepps 2003-2015, Borgarbyggð – aðalskipulag 1997-2017 (Borgarnes) og Aðalskipulags Borgarbyggðar 1997-2017 – Bifröst.