Á móti straumnum – sýningaropnun 8. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar

febrúar 6, 2024
Featured image for “Á móti straumnum – sýningaropnun 8. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar”

Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00 – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness. 

Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.  Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu með verkum sínum og opnað gáttina fyrir aðrar konur sem vildu helga líf sitt listinni.

Sýningin stendur frá 8. febrúar til 30. mars 2024.

 

Allir velkomnir.

Share: