17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð

júní 11, 2019
Featured image for “17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð”

Borgarnes

Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð á Skallagrímsvelli

Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli

Bubbleboltar á svæðinu

Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar

Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins

Pylsusala í Skallagrímsgarði

Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju

Séra  Þorbjörn Hlynur Árnason messar

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista

Akstur fornbíla og bifhjóla fyrir og á meðan á dagskrá stendur

Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn og stilla bílum sínum og bifhjólum upp hjá sundlauginni í Borgarnesi

Kl. 13:00 Andlitsmálning í Óðali

Andlitsmálning og hitað upp fyrir skrúðgöngu

Kl. 14:00 Skrúðganga

Gengið er frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð

Fánaborg á vegum Skátafélags Borgarness

Trommusláttur á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Kl. 14:20 Hátíðar- og skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði

Kynnar: Emma Sól Andersdóttir og Bjartur Daði Einarsson

Hátíðarræða sveitarstjóra, Gunnlaugs A. Júlíussonar

Ávarp fjallkonunnar

Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Söngatriði frá hæfileikakeppni félagsmiðstöðvarinnar Óðal

Hljómlistarfélagið heldur uppi fjöri ásamt Húlladúllu – skemmtiatriði, Bubbleboltar og fjör fyrir fjölskylduna

Kl. 14:00 – 17:00 Á hátíðarsvæðinu í Skallagrímsgarði

Hoppukastalar

Andlitsmálning

Góðgæti til sölu

Kl. 14:00 – 17:00 Kaffisala í Skallagrímsgarði 

Kaffisala kvenfélagsins

Kl. 13:00 – 17:00 Safnahús

Í Safnahúsi eru fimm sýningar og aðgangur er ókeypis þennan dag í boði sveitarfélagsins

  • Börn í 100 ár – grunnsýning
  • Ævintýri fuglanna – grunnsýning
  • HVAR – HVER – HVERJAR – sýning á íslenskri myndlist
  • Pourquoi pas – strandið við Mýrar 1936
  • Útgerðarsaga Borgarness og björgun Grímshúss – veggspjaldasýning

Sundlaugarnar á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum verða opnar frá kl. 9:00 – 18:00. Engin aðgangseyrir

Hvanneyri

UMF Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum á Hvanneyri. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli í skrúðgöngu að skjólbeltunum kl. 11:30. Grill á staðnum og hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman.

Reykholtsdalur

Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum. Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl. 11:00. Farið verður frá Gróf kl. 10:00 og frá Hofsstöðum kl. 10:15. Hangikjötsveisla og hátíðardagskrá í Logalandi kl. 13:00. Hátíðarræða, fjallkonan, leikir og karamelluflugvél. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir.

Lindartunga

Hátíðardagskrá verður þjóðhátíðardaginn 17. júní í Lindartungu og hefst samkoman klukkan 14:00. Boðið verður upp á veitingar og ýmsir kappleikir stundaðir. Það eru Ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk sem standa að hátíðinni. Fjölmennum og skemmtum okkur saman á þjóðhátíðardaginn.

Lundarreykjadalur

Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá sem hefst kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið.


Share: