Í dag fögnum við 150 ára verslunarafmæli Borgarness – Eiginleg afmælishátíð verður haldin í Hjálmakletti þann 29. apríl n.k. en í dag verður eftirfarandi á dagskrá:
- Kl. 14:00 Ráðhús – Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja frumsamið lag eftir Theódóru Þorsteinsdóttir
- Kl. 15:00 Kaupangur – Hátíðarfundur sveitarstjórnar, fundur nr. 155.
- Kl. 15:30 Grunnskólinn í Borgarnesi – skóflustunga tekin af nýrri viðbyggingu við skólann
- Kl. 17:00 Safnahús Borgarfjarðar – opnun ljósmyndasýningar, „Tíminn í gegn um linsuna“. Myndir eftir fjóra ljósmyndara frá mismunandi tímaskeiðum.
Íbúar eru hvattir til að flagga af þessu tilefni og eins er þessa viðburðar minnst í nokkrum verslunum hér í Borgarnesi.