Fimmtudaginn 11. febrúar minntust viðbragðsaðilar í Borgarbyggð þess að 112 dagurinn var þann dag og komu að því tilefni saman við verslunina NETTO með tæki sín og tól til þess að kynna gestum og gangandi starfsemi sína. Meðal annars afhenti slökkvilið Borgarbyggðar heppnum nemenda úr þriðja bekk Grunnskóla Borgarness verðlaun fyrir að hafa tekið þátt í eldvarnafræðslu slökkviliðsins og Landssambands Slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna sem fram fer í nóvember ár hvert.
Sú heppna heitir Birta Kristín Jökulsdóttir og tók hún við verðlaununum úr hendi Bjarna K Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra.
Verðlaunin eru viðurkenningarskjal, reykskynjari og 10.000 krónur í peningum.
Á meðfylgjandi mynd eru Bjarni slökkviðliðsstjóri, Birta Kristín og Jökull Helgason faðir hennar.