10 ára afmæli Borgarbyggðar !

júní 4, 2004
Föstudaginn 11. júní n.k. eru liðin 10 ár frá því að sveitarfélagið Borgarbyggð varð til í kjölfar sameiningar Borgarnesbæjar, Hraunhrepps, Stafholtstungnahrepps og Norðurárdalshrepps. Árið 1998 stækkaði sveitarfélagið frekar þegar Álftaneshreppur, Borgarhreppur og Þverárhlíðarhreppur sameinuðust Borgarbyggð. Í tilefni þessara tímamóta verður haldin vegleg afmælisveisla föstudaginn 11. júní. Dagskráin hefst kl. 14.30, en þá verður Pakkhúsið við Brárkarbraut opnað eftir miklar endurbætur. Í tilefni af opnun hússins hefur verið sett upp sýning um verslunarsögu Borgarness, en sýningin verður opin í allt sumar. Að vígslu lokinni verður opið hús í Hótel Borgarnesi þar sem gestum verður boðið að snæða afmælistertu og hlýða á stutta dagskrá í tali og tónum í tilefni afmælisins. Og fjörið heldur síðan áfram alla helgina, en Borgarfirðingahátíð tekur við af afmælisveislunni. Dagskrá Borgfirðingahátíðar má finna undir merki hátíðarinnar hér á síðunni.
 

Share: