10. grænfáninn á Hvanneyri

desember 11, 2020
Featured image for “10. grænfáninn á Hvanneyri”

Nemendur í Hvanneyrardeild GBF flögguðu 10. grænfánanum þann 10. desember. Skólinn var fyrstur allra skóla á Íslandi til þess og í tilefni af þeim tímamótum var forseta Íslands boðið að vera viðstaddur athöfnina, sem hann og þáði.

Það er Landvernd sem hefur umsjón með grænfánaverkefninu, sem er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem hefur það að markmiði að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.

Á heimasíðu GBF er að finna frétt og myndir af þessari hátíðlegu athöfn.

Innilega til hamingju Hvanneyrardeild GBF!


Share: