Hugmyndir fyrir páskafríið – kveðja frá foreldrafélögum leik- og grunnskóla

apríl 8, 2020
Featured image for “Hugmyndir fyrir páskafríið – kveðja frá foreldrafélögum leik- og grunnskóla”

Nú er langþráð páskafrí runnið upp! Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, er mælst til þess að fólk ferðist innanhús um páskana. Því er tilvalið að rifja upp gamla takta við spilamennsku og um leið eiga góða stund með fjölskyldunni. Reglur fyrir öll gömlu, góðu spilin má finna hér.

Þá er einnig upplagt að fara í göngutúra og njóta fallegu náttúrunnar í kringum okkur. Hægt er að nýta tækifærið og fara í skemmtilega leiki, til dæmis þennan leik sem skátarnir bjóða upp á.

Einhverjar fjölskyldur eru þó enn í sóttkví sem felur í sér takmörkun á útiveru, a.m.k. á þeim svæðum þar sem hætta er á að hitta annað fólk. Ýmislegt er þó hægt að gera innivið eins og sjá má í hugmyndum fyrir inniveru á Hugmyndavef fjölskyldunnar. Fyrir foreldra með yngri börn, mælum við með hugmyndabanka Öskubusku en fyrir þau eldri má til dæmis æfa sig í að gera skutlur og keppa sín á milli í flughæfni.

Bestu kveðjur og ósk um gleðilega páska!

Foreldrafélög leik-og grunnskóla Borgarbyggðar


Share: