Fljótlega hefst vinna við hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu og sér Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið skv. samningi. Til að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi, sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar. Rotþrær eru hreinsaðar á þriggja ára fresti. Hægt er að sjá nánari upplýsingar m.a. hvenær rotþrær voru síðast tæmdar á …
Grunnskólanemar snyrta til á Bjössaróló
Á fundi byggðaráðs 24. maí 2018 var samþykkt að Grunnskólinn í Borgarnesi tæki Bjössaróló í fóstur, í ljósi þess að smíðastofa skólans er ónothæf sem slík meðan á framkvæmdum við skólann stendur. Í Umhverfisviku Grunnskólans í Borgarnesi, 6.-10. maí 2019, fór hópur nemenda á elsta stigi grunnskólans ásamt kennurum sínum og tók til hendinni á Bjössaróló. Tækin voru …
Hreinsunarátak í dreifbýli
Hreinsunarátak í dreifbýli hefst 3. júní og stendur til 21. júní 2019. Líkt og undanfarin ár verður gámum fyrir mismunandi úrgangsflokka komið fyrir á völdum stöðum í sveitarfélaginu. Minnt er á að raða í gámana og gera Íslenska gámafélaginu viðvart þegar gámar eru við það að fyllast. Umhverfis-og skipulagssvið.
Gestastofa opin og verndaráætlun komin á vefinn
Ný gestastofa var opnuð í Halldórsfjósi á Hvanneyri þann 24. apríl. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnaði sýninguna formlega og undirritaði um leið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir búsvæði fugla í Andakíl, sem áður hefur verið fjallað um á vef Borgarbyggðar. Um er að ræða fyrsta áfanga gestastofu fyrir friðland fugla á svæðinu. Hópur fólks hefur komið að verkefninu en Brynja Davíðsdóttir …
Flokkunarstöð við Landnámssetur.
Á dögunum var komið fyrir flokkunarstöð fyrir úrgang við Landnámssetrið í Borgarnesi. Svæðið er mjög vinsælt meðal heimamanna og gesta og með þessari aðstöðu er komið til móts við þarfir þeirra sem ferðast um svæðið. Flokkunarstöðin kemur í stað stauratunna og annarra tunna á svæðinu sem oft á tíðum hafa yfirfyllst á skömmum tíma.
Hreinsunardagur á Hvanneyri
Laugardaginn 4. maí tóku íbúar á Hvanneyri sig til og hreinsuðu rusl á Hvanneyri. Um það bil 30 manns á öllum aldri mættu og var áhersla lögð á svæðið neðan við Ásveg, Halldórsfjós og gömlu skólabygginguna. Mikið safnaðist af rusli og að lokinni hreinsun var boðið upp á léttar veitingar í Skemmunni. Almennt var mikil …
Strandhreinsun í Borgarnesi
Norræni strandhreinsunardagurinn var laugardaginn 4. maí. Af því tilefni var í fyrsta sinn skipulögð strandhreinsun í Borgarnesi. Það voru um 20 manns á öllum aldri sem mættu á laugardagsmorgni í blíðskaparveðri vopnuð hönskum og sekkjum. Hópnum var skipt í tvo minni hópa sem skiptu með sér strandlengjunni. Talsvert magn af rusli safnaðist, plast var áberandi …
Nýir íbúar við Borgarbraut
Glöggir vegfarendur í Borgarnesi hafa e.t.v. tekið eftir því að ný tré voru gróðursett við Borgarbraut, til móts við Hyrnutorg og Hótel B59, nú í byrjun maí. Tegundin sem um ræðir nefnist silfurreynir (latneskt heiti: Sorbus intermedia) og er fengin frá gróðastöðinni Nátthaga í Ölfusi. Garðyrkjufræðingurinn Ólafur Njálsson í Nátthaga fékk vefjaræktaðar smáplöntur af silfurreyni …
Hreinsunarátak
Nú er hafið hreinsunarátak í þéttbýli og eru íbúar í óða önn að hreinsa til og gera snyrtilegt í kringum sig. Þessa vikuna eru gámar staðsettir í minni þéttbýliskjörnum, og í næstu viku verða gámar í Borgarnesi. Skólar í sveitarfélaginu hafa á undanförnum árum tekið virkan þátt í hreinsun umhverfisins með ruslatínslu í nærumhverfinu. Mynd með …
Hreinsunarátak í þéttbýli
Hreinsunarátak í þéttbýli hefst þann 30. apríl og stendur til 12. maí. Gámar fyrir gróður, járn, timbur og sorp verða aðgengilegir á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Bifröst dagana 30. apríl- 5. maí og í framhaldinu í Borgarnesi, þar sem gámum fyrir gróðurúrgang verður komið fyrir við Ugluklett, Klettaborg, Íþróttamiðstöð og Grunnskólann og þeir aðgengilegir íbúum dagana 7. – 12. maí. Í tengslum …