Gestastofa opin og verndaráætlun komin á vefinn

Ný gestastofa var opnuð í Halldórsfjósi á Hvanneyri þann 24. apríl. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnaði sýninguna formlega og undirritaði um leið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir búsvæði fugla í Andakíl, sem áður hefur verið fjallað um á vef Borgarbyggðar. Um er að ræða fyrsta áfanga gestastofu fyrir friðland fugla á svæðinu. Hópur fólks hefur komið að verkefninu en Brynja Davíðsdóttir …

Flokkunarstöð við Landnámssetur.

Á dögunum var komið fyrir flokkunarstöð fyrir úrgang við Landnámssetrið í Borgarnesi. Svæðið er mjög vinsælt meðal heimamanna og gesta og með þessari aðstöðu er komið til móts við þarfir þeirra sem ferðast um svæðið.   Flokkunarstöðin kemur í stað stauratunna og annarra tunna á svæðinu sem oft á tíðum hafa yfirfyllst á skömmum tíma.

Hreinsunardagur á Hvanneyri

Laugardaginn 4. maí tóku íbúar á Hvanneyri sig til og hreinsuðu rusl á Hvanneyri. Um það bil 30 manns á öllum aldri mættu og var áhersla lögð á svæðið neðan við Ásveg, Halldórsfjós og gömlu skólabygginguna. Mikið safnaðist af rusli og að lokinni hreinsun var boðið upp á léttar veitingar í Skemmunni.   Almennt var mikil …

Strandhreinsun í Borgarnesi

Norræni strandhreinsunardagurinn var laugardaginn 4. maí. Af því tilefni var í fyrsta sinn skipulögð strandhreinsun í Borgarnesi.   Það voru um 20 manns á öllum aldri sem mættu á laugardagsmorgni í blíðskaparveðri vopnuð hönskum og sekkjum. Hópnum var skipt í tvo minni hópa sem skiptu með sér strandlengjunni. Talsvert magn af rusli safnaðist, plast var áberandi …

Nýir íbúar við Borgarbraut

Glöggir vegfarendur í Borgarnesi hafa e.t.v. tekið eftir því að ný tré voru gróðursett við Borgarbraut, til móts við Hyrnutorg og Hótel B59, nú í byrjun maí.   Tegundin sem um ræðir nefnist silfurreynir (latneskt heiti: Sorbus intermedia) og er fengin frá gróðastöðinni Nátthaga í Ölfusi. Garðyrkjufræðingurinn Ólafur Njálsson í Nátthaga fékk vefjaræktaðar smáplöntur af silfurreyni …

Hreinsunarátak

Nú er hafið hreinsunarátak í þéttbýli og eru íbúar í óða önn að hreinsa til og gera snyrtilegt í kringum sig. Þessa vikuna eru gámar staðsettir í minni þéttbýliskjörnum, og í næstu viku verða gámar í Borgarnesi.   Skólar í sveitarfélaginu hafa á undanförnum árum tekið virkan þátt í hreinsun umhverfisins með ruslatínslu í nærumhverfinu. Mynd með …

Hreinsunarátak í þéttbýli

Hreinsunarátak í þéttbýli hefst þann 30. apríl og stendur til 12. maí. Gámar fyrir gróður, járn, timbur og sorp verða aðgengilegir á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Bifröst  dagana 30. apríl- 5. maí og í framhaldinu í Borgarnesi, þar sem gámum fyrir gróðurúrgang verður komið fyrir við Ugluklett, Klettaborg, Íþróttamiðstöð og Grunnskólann og þeir aðgengilegir íbúum dagana 7. – 12. maí.  Í tengslum …

Gróður á lóðum og hreinsunarátak

Nú þegar vorið nálgast er tilvalið að huga að ástandi garða og grænna svæða. Umhirða á einkalóðum hefur mikil áhrif á götumynd og þar með yfirbragð þéttbýliskjarnanna okkar. Eins og áður leggur Borgarbyggð áherslu á umhirðu opinna svæða í umsjón sveitarfélagsins með það að markmiði að bæta ásýnd umhverfisins. Þátttaka íbúa er lykilatriði til að vel takist til og því …

Prófanir hafnar á skólphreinsistöð

Þriðjudaginn 9. október hófst gangsetning á nýrri skólphreinsistöð Veitna í Borgarnesi. Stöðin er bylting í fráveitumálum í bænum en hún mun taka við öllu skólpi, sem hingað til hefur runnið óhreinsað í sjó í gegnum nokkrar útrásir í bænum, hreinsa það og dæla um 600 m. út í fjörðinn. Áður en hægt er að setja hreinsistöðina í gang þarf að …