Úrgangsflokkun sorphirðu heimila í sveitarfélaginu byggir á tveggja tunnu flokkunarkerfi. Í grænu tunnuna á að fara úrgangur sem hægt er að endurvinna
og er því frekar hráefni fremur er úrgangur.
Gróður og sorpílát – Tilkynning til lóðarhafa í Borgarbyggð
Nú þegar haustið er í hámæli með fallegum haustlitum er rétt að minna á að haustlægðir gætu legið handan við hornið og styttist að sama skapi í snjó og ófærð.
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2019
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar í Ráðhúsi Borgarbyggðar fimmtudaginn 19. september.
Hreinsunarátak í dreifbýli haust 2019
Gámar fyrir grófan úrgang, timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir sem hér segir:
Úrgangur út fyrir lóðamörk
Af gefnu tilefni eru íbúar beðnir að henda ekki úrgangi sínum út fyrir lóðamörk, jafnt gróðurúrgangi sem öðrum úrgangi. Víða við strandlengjuna í Borgarnesi má sjá hauga af gróðurúrgangi sem spilla ásýnd svæðisins auk þess sem alls kyns illgresi getur dreift sér víða úr slíkum haugum. Rétta leiðin er að skila öllum þeim úrgangi, sem ekki má setja í tunnur …
Kraftmikil ungmenni í Vinnuskólanum
Um 80 ungmenni á aldrinum 12 – 16 ára stunda störf í Vinnuskóla Borgarbyggðar í sumar undir stjórn flokkstjóra. Vinnuskólinn fór af stað í byrjun júní og lýkur í lok júlí. Flokkstjórarnir fengu fræðslu og stóðu að undirbúningi sumarsins fyrstu dagana til að vera sem best í stakk búin þegar ungmennin mættu til starfa. Starf Vinnuskólans er fjölbreytt og hafa …
Tveir nýjir bekkir í Skallagrímsgarði
Þann 15. júní voru tveir nýir bekkir fluttir í Skallagrímsgarð og og komið fyrir í minningarreitnum um hjónin Friðrik Þorvaldsson (1896-1983) og Helgu Guðrúnu Ólafsdóttur (1890-1984). Bekkir þessir eru til minningar um syni Friðriks og Helgu, þá Ólaf Helga Friðriksson, Bóa, (1930-2015) og Jónas Gunnar Friðriksson (1932-2018). Ekkja Jónasar, Valgerður Gunnarsdóttir, sonur Jónasar, Jónas yngri, …
Fuglabað í Skallagrímsgarði
Ánægjulegt er frá því að segja að nú hefur forláta fuglabaði, smíðað af Friðriki Þorvaldssyni, verið komið fyrir í Skallagrímsgarði. Það er Erla Björk Daníelsdóttir og afkomendur hennar sem höfðu frumkvæðið að því að koma fuglabaðinu í góðar hendur vegna flutninga. Erla Björk hefur, ásamt fjölskyldu sinni, varðveitt þennan merkilega grip frá því að hún og eiginmaður hennar keyptu húsið …
Óvissustigi lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum
Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði, ásamt viðbragðsaðilum hafa áhyggjur af hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal. Því er talið rétt að lýsa yfir óvissustigi til samræmis við vinnu og viðbrögð þessara aðila. Óvissustig á við þegar grunur …
Græna tunnan – til athugunar
Íslenska Gámafélagið hefur verið að fá þó nokkuð magn af hlutum sem eiga ekki heima í endurvinnslu í flokkunarskemmuna. Þar má helst nefna gler og aðra oddhvassa hluti, einnig er algengt að finna þar sóttmengaðan úrgang frá heilbrigðisstofnunum s.s. vökvadreypi og nálar. Það er mjög mikilvægt að þessi hlutir fari ekki í Grænu tunnu Íslenska Gámafélagsins vegna þess …