Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Umhverfisstofnun, ásamt landeigendum og sveitarfélaginu Borgarbyggð, kynnir áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands í samræmi við 49. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.

Tvískipt bifreið við sorphirðu

Tvískipt bifreið við sorphirðu
Nú hefur Íslenska gámafélagið tekið í notkun tvískipta bifreið við sorphirðu í Borgarbyggð sem verður notuð við hirðingu brúnu og grænu tunnunnar héðan í frá. Bifreiðin er með tveimur aðskildum hólfum sem tryggir að úrgangurinn blandast aldrei.

Betri árangur í flokkun úrgangs

Íbúar í Borgarbyggð hafa staðið sig nokkuð vel í flokkun úrgangs á árinu. Þegar bornar eru saman tölur þjónustuaðila sveitarfélagsins um magn úrgangs úr ílátum við heimili í sveitarfélaginu fyrstu 11 mánuði ársins, kemur í ljós að magn úrgangs til urðunar í Fífholtum hefur dregist saman um rúmlega 123 tonn miðað við sama tímabil árið 2019, fór úr 521 tonni í 398 tonn.

10. grænfáninn á Hvanneyri

Nemendur í Hvanneyrardeild GBF flögguðu 10. grænfánanum þann 10. desember. Skólinn var fyrstur allra skóla á Íslandi til þess og í tilefni af þeim tímamótum var forseta Íslands boðið að vera viðstaddur athöfnina, sem hann og þáði. Það er Landvernd sem hefur umsjón með grænfánaverkefninu, sem er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem hefur það að markmiði að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.

Vinna hafin við gerð sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð

Í sumar fékk Borgnesingurinn Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir, nemi við Háskólann í Groningen í Hollandi, styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna til að gera drög að sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð og í beinu framhaldi aðgerðaráætlun fyrir umræddu stefnu