Von er á lægð á morgun föstudaginn 25. febrúar. Með henni fylgir talsverð rigning og hlýindi og því vill Slökkvilið Borgarbyggðar beina því til íbúa að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Tafir á söfnun dýraleifa í vikunni
Vegna færðar má gera ráð fyrir að tafir verði á söfnun dýraleifa og sorphirðu næstu daga.
Laust starf leikskólakennara á Andabæ
Komdu í lið með okkur!
Uppfært: Sundlaugin í Borgarnesi opin frá kl. 06:30 – 16:00
Sundlaugin í Borgarnesi verður opin frá kl. 06:30 – 16:00, þriðjudaginn 15. febrúar vegna manneklu af völdum Covid-19.
Framkvæmdir á Sólbakka
Vegna framkvæmda á lóð Borgarverks á Sólbakka hyggst fyrirtækið hefja vinnu við sprengingar á svæðinu á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar. Áætlað er að vinnan muni standa yfir næstu þrjár vikur.
Laust starf félagsráðgjafa í barnavernd
Um er að ræða 100% starfshlutfall. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.
Fyrirkomulag á skólahaldi í dag, 7 febrúar
Í gær var tekin ákvörðun um að fresta skólahaldi til kl. 10:00 í dag í það minnsta vegna óveðurs.
Aftakaveður framundan – röskun á starfsemi sveitarfélagsins
Veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun vegna ofsaveðurs í fyrramálið, mánudaginn 7. febrúar.
Þjónustuver Borgarbyggðar opnar á ný
Vegna tilslakana á sóttvarnaraðgerðum sem tóku í gildi frá og með 29. janúar sl. hefur þjónustuver Borgarbyggðar opnað fyrir íbúa og gesti.
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi Veiðifélags Ytri-Rangár, Húsafelli
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Veiðifélag Ytri-Rangár. Um er að ræða landeldi á laxfiskum að Húsafelli í Borgarbyggð þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 40 tonn. Veiðifélag Ytri-Rangár hefur verið með leyfi til framleiðslu á 300.000 seiðum allt að 40g á sama stað.