Laus störf í frístundarstarfi

Fjölmörg störf eru auglýst laus til umsóknar í Borgarbyggð um þessar mundir fyrir næsta skólaár í frístundarstarfi Borgarbyggðar.

Laust starf skipulagsfulltrúa

Við leitum eftir sérfræðing til þess að taka þátt í að efla þjónustu sveitarfélagsins. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Viðkomandi mun starfa í samræmi við hlutverk skipulagsfulltrúa í skipulagslögum. Auk þess mun viðkomandi hafa eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og vinna með skipulagsáætlanir.

Viðkomandi mun heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar, næsti yfirmaður er deildarstjóri skipulags- og byggingarmála.

Handsömun katta á Hvanneyri

Gæludýraeftirliti Borgarbyggðar hafa borist tilkynningar og ábendingar um ágang villtra eða hálfvilltra katta á Hvanneyri. Hvanneyri er innan friðlandsins í Andakíl þar sem í stjórnunar-og verndaráætlun koma fram þau tilmæli til íbúa á verndarsvæðinu að halda köttum sínum innandyra yfir varptímann, frá 20. apríl til 20. júlí til verndar fuglalífi

Laust starf húsvarðar í félagsheimilinu Þinghamri

Starf húsvarðar í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi er laust til umsóknar. Um er að ræða 30-50% starf og er tímabundið til eins árs. Í starfinu felst einnig tilfallandi kvöld og helgarvinna sem stjórnast af aðsókn að húsinu og tímasetningu viðburða sem haldnir eru.

Laust starf deildarstjóra skipulags- og byggingarmála

Við leitum eftir framsæknum stjórnanda og sérfræðing til þess að taka þátt í að efla og leiða þjónustu sveitarfélagsins inn í nýja tíma. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaðri þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.