Tafir í sorphirðu næstu daga

Vakin er athylgi á því að vegna veikinda náðist ekki að klára sorphirðu í dreifbýli fyrir helgi og vegna veðurs er ekki hægt að hefja sorphirðu fyrr en verður gengur niður.

Til foreldra og forráðamanna barna sem ganga yfir Borgarbrautina

Líkt og hefur verið greint frá standa yfir framkvæmdir á Borgarbrautinni. Í vikunni var gefin út tilkynning um tilfærslu á gangbrautinni þar sem nú er gengið yfir Borgarbrautina við hús nr. 15 í stað gangbrautar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Laus störf hjá sveitarfélaginu

Fjölmörg spennandi og krefjandi störf eru auglýst laus til umsóknar í Borgarbyggð um þessar mundir. Um er að ræða framtíðarstörf sem og tímabundnar ráðningar.

Laust starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar fjölbreytt og spennandi starf sem felur í sér umsjón með faglegri stjórnsýslu hjá sveitarfélaginu. Í starfinu felst að stýra sviði sem ber ábyrgð á skipulags- og byggingarmálum og umhverfis- og framkvæmdamálum í vaxandi samfélagi. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs er hluti af framkvæmdaráði sveitarfélagsins og heyrir beint undir sveitarstjóra.