Vegna söfnunar á heyrúlluplasti

Til að skila heyrúlluplasti til endurvinnslu, er nú gerð krafa um að svart plast sé flokkað frá öðru og eru bændur beðnir að flokka það og bagga sérstaklega.

Laust starf við ræstingar í Andabæ

Leitað er að reglusömum, traustum og áreiðanlegum einstakling sem hefur m.a. góða samskiptahæfileika og sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfið felst í ræstingum eftir lokun leikskóla alla virka daga. Um er að ræða tímavinnu.

Upplýsingar varðandi sérstakan húsnæðisstuðning

Vakin er athygli þeirra sem notið hafa sérstakra húsaleigubóta frá Borgarbyggð, að endurnýja þarf umsókn um áramót. Þetta á þó ekki við stuðning vegna nemenda 15 – 18 ára, umsóknin gildir jafnlengi og leigusamningurinn.

Útboð: Verkfræðihönnun

EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun á um 1400 m2 viðbyggingu auk endurbóta á hluta eldra húsnæðis Grunnskólans Kleppjárnsreykjum.