Hnoðraból opnar á nýjum stað

Á föstudaginn fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. Starfsemi leikskólans var á tímabili á tveimur stöðum, á nýja staðnum á Kleppjárnsreykjum og á Grímsstöðum í Reykholtsdal en nú eru allir komnir undir sama þak.

Söngleikur verður að kvikmynd

Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur í haust eins og undanfarin ár boðið upp á söngleikjadeild. Í haust eru 17 börn í deildinni á aldrinum 6 til 12 ára og hafa verið að æfa jólasöngleikinn Grenitréð.
Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri er tónlistarstjóri sýningarinnar, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikstýrir og Birna Þorsteinsdóttir sér um hljóðfæraleik en hún samdi m.a. tvö lög í söngleiknum. Þegar ljóst var að ekki væri hægt að bjóða gestum á sýninguna vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fékk Sigríður Ásta þá hugmynd að gera kvikmynd úr sýningunni í staðinn. Hún útskrifaðist leikari og sviðshöfundur síðastliðið vor, mitt í fyrstu bylgju Covid-19. Öll hennar lokaverkefni notuðust því mikið við myndmiðilinn og fékk hún því mikla og dýrmæta reynslu í kvikmyndagerð.
Byrjað var á að fara með börnin í Stúdíó Gott hljóð til Sissa (Sigurþórs Kristjánssonar) sem tók upp alla söngvana. Nú standa kvikmyndatökur yfir og er gaman að sjá hve mikla ánægju börnin hafa af þessu nýja formi leiklistar og eru að standa sig vel. Kvikmyndatökurnar fara fram víðsvegar í og um Borgarnes, inni og úti.
Áætlað er að tökum ljúki um miðjan desember og gert ráð fyrir að kvikmyndin verði klár til sýningar rétt fyrir jól fyrir börnin, aðstandendur þeirra og vini.

10. grænfáninn á Hvanneyri

Nemendur í Hvanneyrardeild GBF flögguðu 10. grænfánanum þann 10. desember. Skólinn var fyrstur allra skóla á Íslandi til þess og í tilefni af þeim tímamótum var forseta Íslands boðið að vera viðstaddur athöfnina, sem hann og þáði. Það er Landvernd sem hefur umsjón með grænfánaverkefninu, sem er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem hefur það að markmiði að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.

Afmælishátíð í Klettaborg í dag, 9. október

Það var haldið upp á afmæli leikskólans í dag, föstudaginn 9. október, en þann 11. október n.k. eru 42 ár síðan Klettaborg tók til starfa sem tveggja deilda leikskóli. Síðan þá hefur tvisvar sinnum verið byggt við skólann, árið 1991 og 2004.

Nýtt skógræktarsvæði fyrir Grunnskólann í Borgarnesi

Fyrr í sumar var Grunnskólanum í Borgarnesi úthlutað nýju svæði til skógræktar í landi sveitarfélagsins. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Skógræktarfélags Borgarfjarðar og grunnskólans og á dögunum fóru fyrstu hópar grunnskólabarna og gróðursettu í nýja reitinn.

Nemendum á öllum skólastigum fjölgar í Borgarbyggð

Það er ánægjulegt að greina frá því að börnum fjölgar í öllum leik- og grunnskólum Borgarbyggðar í ár en sveitarfélagið rekur samtals sex skólastofnanirnar; Grunnskólann í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, og leikskólana Hnoðraból, Klettaborg, Andabæ og Ugluklett.

Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar

Skólasetning verður í Grunnskóla Borgarfjarðar mánudaginn 24. ágúst 2020. Til að gæta að sóttvörnum verður skipulag með öðrum hætti en venjulega og viljum við biðja um að aðeins einn fullorðinn komi með hverju barni.