Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 3. desember 2022 – 31. mars 2023.
Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Borgarbyggð.
Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2022.
Skráningafrestur er til 18. nóvember n.k.
Skráning fer fram á netfanginu mannaudsstjori@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri í síma 433-7100.
Jólagjöf til starfsmanna Borgarbyggðar – Gjafabréf
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.
Sigfríður Björnsdóttir ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn sl., þann 24. júní að veita sveitarstjóra umboð til þess að ganga til samninga við Sigfríði Björnsdóttur til þess að gegna starfi skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Borgarbyggð hlýtur jafnlaunavottun til ársins 2024
Borgarbyggð hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið uppfyllir öllum viðmiðum lögbundins jafnlaunastaðals og telst launasetning innan Borgarbyggðar vera hlutlaus gagnvart kyni og öðrum óhlutbundnum þáttum
Soffía Dagbjört Jónsdóttir ráðin gæða- og mannauðsstjóri Borgarbyggðar
Borgarbyggð hefur ráðið Soffíu Dagbjörtu Jónsdóttur til starfa sem gæða- og mannauðsstjóri sveitarfélagsins.
Drífa Gústafsdóttir og Guðný Elíasdóttir ráðnar á stjórnsýslu- og þjónustusvið
Borgarbyggð hefur ráðið Drífu Gústafsdóttur og Guðnýju Elíasdóttur til starfa á stjórnsýslu- og þjónustusviði sveitarfélagsins.
Flosi H. Sigurðsson ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs hjá Borgarbyggð
Flosi H. Sigurðsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs Borgarbyggðar. Sveitarstjórn samþykkti ráðninguna á fundi sínum í dag, 20. október.
Hlöðver Ingi Gunnarsson ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar
Hlöðver Ingi Gunnarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar. Sveitarstjórn samþykkti ráðninguna á fundi sínum í gær, 13. ágúst.
Margrét Halldóra Gísladóttir ráðin í starf málstjóra við fjölskyldusvið Borgarbyggðar
Margrét Halldóra Gísladóttir hefur verið ráðin í starf málstjóra við fjölskyldusvið Borgarbyggðar en hún var valin úr hópi ellefu umsækjenda.
Slökkviliðsmenn Borgarbyggðar á námskeiði
Slökkviliðsmenn Borgarbyggðar hafa undanfarnar vikur setið námskeið á vegum Brunamálaskólans. Til að öðlast löggildingu í faginu þurfa slökkviliðsmenn að sitja samtals fjögur námskeið þar sem farið er markvisst yfir alla þætti starfsins.