Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Vinnuskólinn 2021
Vinnuskóli Borgarbyggðar mun starfa frá 14. júní – 30. júlí sumarið 2021. Leitast verður við að veita öllum 13 – 16 ára (7. – 10. bekkur) unglingum búsett í Borgarbyggð starf í vinnuskólanum. Börn í 7. bekk geta valið 3 vikur yfir tímabilið til að vinna í vinnuskólanum en börn í 8. – 10. bekk geta valið um allar 7 vikurnar.
Sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni í Borgarbyggð
Borgarbyggð mun bjóða 17 ára ungmennum (fædd 2004) sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu starf í sumar. Störfin felast í fegrun umhverfis; gróðursetningu, gróðurumhirðu og fjölbreyttum verklegum framkvæmdum.
Laus staða leikskólakennara í Hnoðraból
Óskað er eftir leikskólakennara í fasta stöðu. Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til notkunar á starfheitinu kennari með áherslu eða reynslu á leikskólastarfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhald og byggja upp öflugt skólasamfélag.
Tvær lausar stöður við leikskólann Ugluklett
Leikskólinn Ugluklettur Borgarnesi auglýsir tvær stöður, stöðu sérkennslustjóra og stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar.
Laust starf í sumarfjöri í Borgarnesi og á Hvanneyri
Laust er 100% sumarstarf frá 14 júní – 20 ágúst í sumarfjörií Borgarnesi og á Hvanneyri. Meginhlutverk sumarfjörsins er að bjóða 6-9 ára börnum upp á innihaldsríkt frístunda og tómstundastarf.
Laus störf verkstjóra og flokkstjóra í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Laust er 100% sumarstarf verkstjóra og flokkstjóra í Vinnuskólanum í Borgarnesi.
Laus störf verkefnastjóra í skipulags- og byggingardeild
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Laust starf byggingarfulltrúa í skipulags- og byggingardeild
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Laus störf hjá sveitarfélaginu
Fjölmörg störf eru auglýst laus til umsóknar í Borgarbyggð um þessar mundir.