Vegna tilslakana sem sóttvarnarlæknir hefur kynnt mun þjónustuver Borgarbyggðar opna fyrir íbúa, gesti og gangandi mánudaginn 3. maí næstkomandi.
Laus staða leikskólakennara í Hnoðraból
Óskað er eftir leikskólakennara í fasta stöðu. Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til notkunar á starfheitinu kennari með áherslu eða reynslu á leikskólastarfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhald og byggja upp öflugt skólasamfélag.
Samstarfsverkefni Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs
Nú í byrjun maí fer af stað samstarfsverkefnið Lýðheilsugöngur milli Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og nýstofnaðs Ferðafélags Borgarfjarðarhérðas. Leitast verður við að hafa göngurnar á færi sem flestra og gengið á mismunandi stöðum í sveitarfélaginu. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl: 18:00 og taka um eina og hálfa klukkustund. Frítt er í allar göngurnar.
Framkvæmdastyrkir til Íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar.
Samstarf vegna viðburða á Vesturlandi
Sóknaráætlun Vesturlands hefur ákveðið að styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrirvara í fyrra og skipti miklu máli fyrir viðburðahald á Vesturlandi sumarið 2020.
Margt að gerast í Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefur fengið að vera nokkuð hefðbundið í vetur þrátt fyrir takmarkanir. Um þessar mundir eru tónlistarskólar í landinu að undirbúa Net-Nótuna, en „Nótan“ uppskeruhátíð tónlistarskólanna, hefur verið hluti af skólastarfinu síðastliðin 10 ár, en í fyrravetur varð að sleppa uppskeruhátíðinni vegna covid. Í ár verður Net-Nóta haldin þar sem tónlistarskólarnir í
Gleðilegt sumar
Starfsfólk og sveitarstjórn Borgarbyggðar óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegs sumar með þökk fyrir minnistæðan og öðruvísi vetur.
Tvær lausar stöður við leikskólann Ugluklett
Leikskólinn Ugluklettur Borgarnesi auglýsir tvær stöður, stöðu sérkennslustjóra og stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar.
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa COVID-19
Borgarbyggð vill vekja athygli á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Styrkveitingar til menningarverkefna í Borgarbyggð
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum 6. maí sl. að veita styrki til menningarverkefna í Borgarbyggð árið 2021.