Borgarbyggð óskar íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.
Fimmta vikan gjaldfrjáls – Breytingar á verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar
Sveitarstjórn samþykkti fyrr í mánuðinum breytingu á verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar.
Skrifað undir samstarfssamning við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar
Í síðustu viku undirrituðu Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri og Eiríkur Jónsson fyrir hönd Kvikmyndafjelagsins, samstarfssamning sem gildir til lok árs 2021.
Ný verk – sýning Systu
Ný verk er yfirskrift sýningar myndlistarkonunnar Sigríðar Ásgeirsdóttur (Systu) sem verður opin í Hallsteinssal frá mánudeginum 29. mars.
Gleðivika í Klettaborg
Hin árlega Gleðivika fór fram í leikskólanum Klettaborg í síðustu viku. Á hverjum degi var lögð áhersla á liti dagsins á ýmsan hátt og voru mismunandi verkefni sett upp á hverju svæði.
Sumarstarf á fjölskyldusviði Borgarbyggðar
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar að sumarstarfsmanni við skrifstofustörf.
Aðgerðir sem taka gildi frá og með 25. mars vegna Covid-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur um samkomubann og taka þær reglur gildi á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. mars.
Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 í mótun
Vinna við mótun menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 er nú í fullum gangi. Verkefnið er á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) en sérstakt fagráð, samsett af aðilum tilnefndum af sveitarfélögunum á Vesturlandi, auk fjögurra fagaðila úr menningartengdum atvinnugreinum hefur verið skipað til að stýra stefnumótuninni.
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa COVID-19
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi
Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk lauk formlega á Vesturlandi þann 18. mars með upplestrarhátíð í Laugargerðisskóla.