Viljayfirlýsing undirrituð

Í dag, 10. desember, var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Borgarbyggðar um sameiningu Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Borgarness og eignarhluta Borgarbyggðar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) frá 1. janúar 2002. Undirritunin fór fram í húsnæði Hitaveitu Borgarness að Sólbakka 15. Fulltrúar Reykjavíkurborgar við þessa undirritun voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alferð Þorsteinsson formaður stjórnar Orkuveitunnar, ásamt starfsmönnum Orkuveitunnar. Um næstu …

Æskulýðsball 2001

Fimmtudaginn 29. nóvember sl. var haldið árlegt forvarnar og æskulýðsball á vegum Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi og félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Ballið var haldið á Hótel Borgarnesi. Þarna voru samankomnir unglingar úr 12 skólum og félagsmiðstöðvum af Vesturlandi alls um 340 manns.Að venju voru skemmtiatriði frá skólunum sem tóku þátt auk þess sem Dóra Guðrún frá Geðvernd hélt fyrirlestur um mikilvægi þess …

Forvarnar- og æskulýðsball

Árlegt æskulýðsball verður haldið á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 29. nóv. Að þessu sinni er metþátttaka en það verða um 300 hressir unglingar frá tíu skólum sem koma til með að skemmta sér án vímuefna þetta kvöld. Í fyrsta skipti koma inn í hópinn unglingar frá Stykkishólmi og Grundarfirði og bjóðum við þau velkomin í hópinn. Unglingar úr Búðardal koma einnig …

Kveikt á jólatré

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 2. des. kl. 17.ooFjölmennum á þessa hátíðarstund. Jólasveinar koma í heimsókn.

Fréttabréf Borgarbyggðar.

Í byrjun október kom út fréttabréf Borgarbygðar þar sem greint er frá ýmsum málefnum sem er efst á baugi hjá Borgarbyggð. Texti fréttabréfsins fer hér á eftir. Umhverfisátak í Borgarnesi Borgarbyggð stóð fyrir umhverfisátaki í Borgarnesi í seinni hluta ágústmánaðar. Til nýmæla má nefna að umsjónarnefnd með fulltrúum frjálsra félagasamtaka fylgdist með átakinu og kom með ábendingar. Fóru þeir um …

Reglubundin tæming á rotþróm

Ágæti viðtakandi. Nú hafa ofangreind sveitarfélög boðið út tæmingu rotþróa íbúðar- og sumarhúsa í dreifbýli. Til verksins hefur verið valinn verktaki með góðan búnað og tilskilið starfsleyfi til rekstrarins og var tilboð hans talið hagstætt. Um er að ræða tvær tæmingar á hverri rotþró og líða þrjú ár á milli tæminga. Sá tími var valinn í samráði við ráðgjafa og …

Verkefnið Sögur og Samfélög

Borgarbyggð er í forsvari fyrir verkefnið Sögur og Samfélög (Sagas and Societies). Verkefnið fjallar um sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma, hvernig hún mótaðist af umhverfi sínu og hvernig hún mótaði aftur umhverfi sitt, jafnvel öldum saman. Markmiðið er að draga saman fræðimenn margra landa til að fá fram dýpri skilning á samspili sagnanna og þeirra samfélaga sem skópu þær og …

Umsóknareyðublöð á netinu

Borgarbyggð hefur gert samstarfssamning við fyrirtækið Form.is.Samningurinn gerir íbúum kleift að sækja um þjónustu til Borgarbyggðará Netinu og er nú hægt að nálgast nokkur umsóknareyðublöð bæði á vefsvæðiBorgarbyggðar og Form.is. Þar geta notendur fyllt út eyðublöð á sínu öruggaheimasvæði (sambærilegt við heimasvæði í netbönkum) og sent með rafrænumhætti. Niðurstöður og tilkynningar berast á sama hátt til baka. Fyrst um sinn …

Nýr starfsmaður í Óðali

Írisi Reynisdóttur sem verið hefur starfsmaður í Óðali eru þökkuð góð störf í félagsmiðstöðinni og vinnuskólanum á liðnum árum. Íris er að halda í framhaldsnám til Reykjavíkur. Óskum við henni góðs gengis í framtíðinni.Eðvar Traustason hefur verið ráðinn starfsmaður í hennar stað og hefur hann störf 22. okt n.k.Orri Sveinn Jónsson mun brúa bilið sem starfsmaður í Óðali næstu tvær …

Almenningsíþróttir í Íþróttamiðstöðinni.

Nú er vetrarstarfið í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi komið í fullan gang og eru þar ýmis tilboð í gangi um líkamsrækt.Þar er t.d. boðið upp á vatnsleikfimi, &quotspinning“, þolfimi, ungbarnasund o.m.fl.Undir liðnum „Þjónusta og stofnanir/Íþróttir og tómstundir“ hér á síðunni er að finna dagskrá vetrarstarfsins. .