Íþrótta- og æskulýðsmál

Núna í vikunni var lögð fyrir unglinga í 8.-10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar könnun á virkni þeirra í íþróttum og frítímastarfi sem boðið er upp á í Borgarbyggð. Það var Sigurður Örn Sigurðsson nemi við Íþróttakennaraháskóla Íslands sem vann könnunina er hann var í starfskynningu hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Svarhlutfall var mjög hátt en nær allir grunnskólanemar skólanna á þessum …

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi

Í ár er árshátíðarverkefni Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi söngleikurinn &quotGrease” en hann var síðast settur á svið í Félagsmiðstöðinni Óðali fyrir átta árum. Oft hafa sýningar Nemendafélagsins verið athyglisverðar og mikið fyrir augað og er engin undantekning á því í ár. Um 40 unglingar taka þátt í sýningunni og fara þeir allir á kostum í söng, dansi, leik og hljóðfæraleik, …

Íþróttadagur í Borgarbyggð

Sunnudaginn 24. febrúar var mikið um að vera í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi en þá var svokallaður íþróttadagur. Frítt var í sund og þreksal og voru fjölmargir sem nýttu sér það. Um kl. 16.oo hófst svo dagskrá í íþróttamiðstöðinni þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir afrek síðasta árs. Dagskráin byrjaði á skemmtilegu atriði nemenda Grunnskóla Borgarness úr Grease, en það er …

Fréttabréf Borgarbyggðar 2002

2. fréttabréf Borgarbyggðar á árinu 2002 er komið út og hefur verið dreift á öll heimili í Borgarbyggð.Með því að smella á &quotmeira” hér fyrir neðan er hægt að sjá efni fréttabréfsins. Borgarfjörður – Atvinnulíf, menntun og búseta – Málþing haldið á Hótel Borgarnesi – laugardaginn 2. mars 2002, kl. 13.00 Sveitarfélögin í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, standa í sameiningu að …

Ríkið græðir á göngunum

Tilkoma Hvalfjarðarganga var mikið framfaraspor í samgöngumálum fyrir Vestlendinga og reyndar flesta landsmenn. Það merkilega við þá framkvæmd var að þar tóku framsýnir einkaaðilar sig saman þar sem fyrirséð var að samgönguyfirvöld treystu sér ekki til að hrinda verkefninu í framkvæmd þrátt fyrir augljósa þjóðhagslega hagkvæmni. Vaxandi þungi hefur verið í þeirri umræðu á Vesturlandi að það sé óeðlilegt að …

Samkomulag við Norðlenska

Drög að samkomulagi liggur fyrir um kaup heimaaðila á tækjum og vörumerkjum Norðlenska matborðsins ehf. í slátrun- og kjötvinnslu í Borgarnesi. Á grundvelli þessa samkomulags verður stofnað félag um rekstur sláturhúss og kjötvinnslu sem yfirtaki eignir og fyrirliggjandi leigusamninga í Borgarnesi. Eignaraðilar að fyrirtækinu verða í byrjun Sparisjóður Mýrasýslu, Borgarbyggð og Kaupfélag Borgfirðinga. Endanlegt samkomulag er háð samþykki stjórnar Norðlenska …

Borgarfjörður

Laugardaginn 2. mars 2002 standa sveitarfélögin í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, í sameiningu að málþingi um atvinnulíf, menntun og búsetu í Borgarfirði. Málþingið verður haldið í Hótel Borgarnes og hefst kl. 13.00. Tilgangurinn er fyrst og fremst að skerpa ímynd Borgarfjarðar og gera svæðið að sýnilegri valkosti til búsetu og atvinnustarfsemi. Fyrirkomulag málþingsins verður með þeim hætti að sex framsögumenn flytja …

Styrkir vegna íþrótta,- tómstunda- og æskulýðsstarfsemi

Hér með auglýsir tómstundanefnd Borgarbyggðar eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfsemi í Borgarbyggð fyrir árið 2002. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir mánudaginn 25. febrúar n.k.Um styrki geta sótt félög og aðilar í Borgarbyggð sem sinna íþrótta,- tómstunda- og æskulýðsstarfi eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Íþrótta- …

Metár í íþróttamiðstöðinni

Enn og aftur er aðsóknarmet slegið í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi en um 130 þús. manns komu í íþróttamiðstöðina á árinu 2001 sem er um 17 þús. manna aukning frá árinu 2000. Sundlaugargestum fjölgaði um 5 þús. manns en 82 þús. komu við á sundlaugarsvæðinu og er ljóst að nú þarf að fara að huga að byggingu fleiri búningsklefa og viðbótarleiklaugar …

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni í fullt starf. ( Kvenmaður v. baðvörslu í kvennaböðum ) Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilning á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Laun samkv. launatöflu …