Frábær forvarnarfræðsla fyrir unglinga og foreldra þeirra í Óðali !

Þriðjudaginn 4. des s.l. fóru nemendur á unglingastigi grunnskólanna í Borgarbyggð í gegn um fræðslu á vegum Lögreglunnar í Borgarbyggð, Félagsþjónustunnar í Borgarbyggð, grunnskólanna í Borgarbyggð, Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar og Marita á Íslandi.Þema fræðslunnar var: “Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar”. Fundur um kvöldið fyrir foreldra og kennara barna í 8. – 10. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð í …

Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar!

  Fræðsla á vegum lögreglunnar, félagsþjónustunnar, grunnskólanna og Vímuvarnarnefndar í Borgarbyggð og Marita á Íslandi.   Fundur fyrir foreldra og kennara barna í 8.- 10. bekkjum grunnskólanna í Borgarbyggð í félagsmiðstöðinni Óðali, þriðjudaginn 3. desember klukkan 20:00, í kjölfar sýningar íslensku myndarinnar “Hættu áður en þú byrjar”.   Á fundinn koma Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi sem jafnframt er fyrrverandi fíkniefnaneytandi, Hjördís …

Samstarf nemendafélaga

Fundur var haldin að Varmalandi þar sem stjórnir nemendafélaga Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskólans á Varmalandi funduðu um málefni nemendafélaganna og kynntu starf hvers annars. Var ákveðið að vinna enn frekar saman að eflingu félagsstarfsemi í gegn um starfsemi Óðals. Nemendur á unglingastiginu á Varmalandi hafa aukið félagsstarf sitt, m.a. með því að efla eigið nemendafélag, stofna hljómsveitarklúbb, halda plötuþeytinámskeið …

Uppkosningar 7. desember

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar í dag var samþykkt tillaga bæjarráðs og yfirkjörstjórnar Borgarbyggðar þess efnis að uppkosningar í Borgarbyggð vegna ógildingar félagsmálaráðuneytisins á sveitarstjórnarkosningum er fram fóru 25. maí 2002, fari fram laugardaginn 7. desember 2002. Ný kjörskrá gildir fyrir kosningarnar og er viðmiðunardagur hennar 16. nóvember s.l. Engar breytingar verða varðandi önnur atriði og eru sömu og óbreyttir framboðslistar …

Forvarnar- og æskulýðsball 13 skóla !

Árlegt Forvarnar- og æskulýðsball fór fram á Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld. Var þetta í 10 skiptið sem unglingarnir í félagsmiðstöðinni Óðal setja upp forvarnardag eins og þau vilja sjá framkvæmd svoleiðis dags í samvinnu við starfsmenn Óðals. Alls komu þarna saman 360 unglingar úr 8.—10. bekk 13 skóla og er óhætt að segja að glæsilega hafi til tekist eins og …

Búnaðarbankinn í Borgarnesi gefur tölvu !

  Bankastjóri og skrifstofustjóri búnaðarbankans komu færandi hendi á opið hús í Félagsmiðstöðina Mími í vikunni. Verið var að endurnýja tölvukost bankans og gaf bankinn eina notaða tölvu í félagsmiðstöðina sem kemur sér vel fyrir unga fólkið. Fyrir í félagsmiðstöðinni er öflug tölva sem Svannasveitin Fjólur gaf og er notuð sem nettölva. Í leiðinni var samið um að bankinn héldi …

Þrektæki endurnýjuð

Áhugi á almenningsíþróttum fer stöðugt vaxandi og hefur tækjakostur Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi verið endurnýjaður.Keypt voru notuð tæki sem sérstaklega eru með þarfir almennings í huga. Um er að ræða 10 stöðva þrekhring sem tekur á stærstu vöðvahópum líkamanns.   Þetta kemur sér vel fyrir fólk sem stundar almenningsíþróttir á svæðinu, en íþróttahúsið er fyrir löngu orðið of lítið og kemst …

Forvarnar- og æskulýðsball

Fimmtudaginn 14. nóvember n.k. verður hið árlega Forvarnar- og æskulýðsball Óðals og N.F.G.B. haldið í Hótel Borgarnesi. Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi. Það verða unglingar frá 13 nágrannaskólum sem koma í heimsókn til okkar og eru miðar aðeins seldir í forsölu. Dagskrá hefst kl. 20:00 á fræðslumyndbandi og kvöldvöku. Á kvöldvökunni verða skemmtiatriði frá skólunum. Hljómsveitin Í svörtum …

Heimsókn bæjarstjórnar Akraness

Föstudaginn 18. október kom bæjarstjórn Akraness í heimsókn til Borgarbyggðar. Heimsóknin hófst við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og var gengið þaðan í gegnum Skallagrímsgarðinn í Grunnskólann í Borgarnesi þar sem Kristján Gíslason skólastjóri sýndi húsnæði og sagði frá starfsemi skólans. Að lokinni heimsókn í skólann var haldið í fundarsal bæjarstjórnar þar sem haldinn var sameiginlegur fundur bæjarstjórnanna. Á fundinum voru tekin …

Ályktun vegna uppbyggingar stóriðju á Grundartanga

Borgarbyggð, Akraneskaupstaður, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Innri-Akraneshreppur, Skilmannahreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Leirár- og Melahreppur hafa gefið út sameiginlega ályktun vegna uppbyggingar stóriðju á Grundartanga.   Ályktunin er svohljóðandi:   “Sveitarstjórnir ofangreindra sveitarfélaga fagna þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá Norðuráli á Grundartanga undanfarin ár um leið og þær vekja athygli á mikilvægi fyrirtækisins á svæðinu m.t.t. atvinnuuppbyggingar og jákvæðrar þróunar mannlífs …