Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2006

Íþróttamaður ársins verður tilnefndur í fyrsta sinn í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi sunnudaginn 21. janúar n.k. í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi að loknum leik Skallagríms og KR í úrvalsdeildinni. Athöfnin hefst strax að leik loknum eða um kl. 20.30 Það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda að kjöri Íþróttamanns Borgarbyggðar, en það eru deildir og félög í Borgarbyggð sem …

Nýr leikskóli að Uglukletti 1 í Borgarnesi

Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar Framkvæmdir við leikskólann Uglukletti eru komnar vel á veg en það eru fyrirtækin Nýverk í Borgarnesi og SG-hús á Selfossi sem hafa veg og vanda að sjálfri byggingarframkvæmdinni. Um er að ræða þriggja deilda leikskóla á einni hæð, en alls er húsið 501 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að leikskólinn geti rúmað allt að 70 …

Áætlun 2008 – 2010

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2008- 2010 er komin á vefinn. Um er að ræða svokallaða þriggja ára áætlun.   Áætlunina má finna undir sveitarfélagið og þar undir liðnum tölulegar upplýsingar.  

Menningarverðmæti í Safnahúsi

Eitt safnanna innan Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi er Héraðsskjalasafnið og þar er m.a. mikið ljósmyndasafn með um 5500 gömlum ljósmyndum. Á forsíðu vefs Safnahúss Borgarfjarðar má nú sjá eina slíka, sem tekin hefur verið þegar verið var að kenna sund í Stafholtstungum árið 1929.Sjá www.safnahus.is  

Hægt að senda inn ábendingar

Það er mikilvægt fyrir íbúa sveitarfélagsins að geta látið skoðun sína í ljósi um málefni eins og bygginga- og skipulagsmál, umhverfismál eða nýframkvæmdir. Það er framkvæmdasvið Borgarbyggðar sem fer með þessi mál auk umhverfismála, umferða- og samgöngumála, hreinlætismála, brunavarna/slökkviliðs, landbúnaðarmála, umsýslu með fasteignum í eigu sveitarfélagsins og vinnuskóla.   Framkvæmdasvið vill geta veitt sem besta þjónustu í ofangreindum verkefnum. Liður …

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2007

Fjárhags- og framkvæmda-áætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2007 hefur nú verið lögð fram til kynningar hér á heimasíðunni. Hana má finna undir sveitarfélagið og þar undir tölulegar upplýsingar. Ennfremur má þar sjá greinargerð Lindu Bjarkar Pálsdóttur fjármálastjóra.  

Íris gefur góð ráð á Kleppjárnsreykjum í dag

Íris Grönfeldt íþróttafræðingur mætir og leiðbeinir í tækjasalnum í íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum frá kl. 15.30 – 17.30 í dag, miðvikudaginn 10. janúar. Mætum öll og fáum æfingaáætlun við hæfi hvers og eins á nýju heilsuræktarári 2007.    

Spennandi störf í boði

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennurum frá 1. febrúar og út skólaárið. Um er að ræða tvær 100% stöður. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2007. Klettaborg er 4ra deilda leikskóli, staðsettur á tveimur stöðum í Borgarnesi, Borgarbraut 101 og Mávakletti 14. Leikskólinn Klettaborg er gefandi vinnustaður sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er …

Frá framkvæmdasviði: holuviðgerðir

Verið er að vinna að þvi að klára holuviðgerðir sem fyrst í Borgarnesi. Veður hefur hinsvegar verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að vera í slíkum viðgerðum. Verktaki er hinsvegar tilbúinn að fara af stað í verkið um leið og tíð leyfir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem fólk hefur orðið fyrir af þessum völdum.   …

Jólin kvödd

Mikið af fólki kom á þrettándabrennu sveitarfélagsins og glæsilega flugeldasýninguBjörgunar-sveitarinnar Brákar á Seleyri við Borgarfjarðarbrú á laugardaginn. Veður var milt og gott og fólk naut skemmtiatriða og samveru við brennuna. Sönghópur unglinga kom fram fyrir flugeldasýninguna og söng undir stjórn og við undirleik Steinunnar Árnadóttur. Brennustjóri var Halldór Sigurðsson hjá HS verktaki. Sérstakir styrktaraðilar flugeldasýningar og brennu voru Sparisjóður Mýrasýslu …