Frá framkvæmdasviði: Um þessar mundir er verið að skipta um glugga í félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Í verkinu felst að skipt verður um 22 glugga í húsinu auk þess sem skipt verður um sólbekki að innanverðu og áfellur að utanverðu. Það er Hafsteinn H. Jónsson húsasmiður sem sér um verkframkvæmdina skv. tilboði en áætlað er að verkinu ljúki í febrúar …
Mýramaðurinn til sýnis í Landnámssetri
Mýramenn hafa löngum þótt merkilegir. Það merkilegir að samið hefur verið sérstakur leikþáttur um þá. Laugardaginn 27. janúar verður Mýramaðurinn (Hopmo Palustre) frumsýndur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Það er okkar ástsæli fréttamaður, grínari og síðast en ekki síst Mýramaðurinn, Gísli Einarsson sem ber ábyrgð á verkinu. Þar rekur hann þróunarsögu Mýramannsins allt frá steinöld að Mýraeldunum 2006. …
Endurskipulag á stjórnsýslu og markaðs- og kynningarmál
Hólmfríður Sveinsdóttir hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð. Helstu verkefni hennar eru endurskipulagning á stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins, markaðs- og kynningarmál, upplýsingamiðlun, atvinnu- og ferðamál. Hólmfríður er í leyfi frá störfum sínum við Háskólann á Bifröst þar sem hún hefur sinnt sérfræðistörfum. Hún er með meistarapróf í evrópskri opinberri stjórnsýslu frá Katholieke Universiteit Leuven og BA próf í …
Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2006
Íþróttamaður ársins verður tilnefndur í fyrsta sinn í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi sunnudaginn 21. janúar n.k. í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi að loknum leik Skallagríms og KR í úrvalsdeildinni. Athöfnin hefst strax að leik loknum eða um kl. 20.30 Það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda að kjöri Íþróttamanns Borgarbyggðar, en það eru deildir og félög í Borgarbyggð sem …
Nýr leikskóli að Uglukletti 1 í Borgarnesi
Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar Framkvæmdir við leikskólann Uglukletti eru komnar vel á veg en það eru fyrirtækin Nýverk í Borgarnesi og SG-hús á Selfossi sem hafa veg og vanda að sjálfri byggingarframkvæmdinni. Um er að ræða þriggja deilda leikskóla á einni hæð, en alls er húsið 501 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að leikskólinn geti rúmað allt að 70 …
Áætlun 2008 – 2010
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2008- 2010 er komin á vefinn. Um er að ræða svokallaða þriggja ára áætlun. Áætlunina má finna undir sveitarfélagið og þar undir liðnum tölulegar upplýsingar.
Menningarverðmæti í Safnahúsi
Eitt safnanna innan Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi er Héraðsskjalasafnið og þar er m.a. mikið ljósmyndasafn með um 5500 gömlum ljósmyndum. Á forsíðu vefs Safnahúss Borgarfjarðar má nú sjá eina slíka, sem tekin hefur verið þegar verið var að kenna sund í Stafholtstungum árið 1929.Sjá www.safnahus.is
Hægt að senda inn ábendingar
Það er mikilvægt fyrir íbúa sveitarfélagsins að geta látið skoðun sína í ljósi um málefni eins og bygginga- og skipulagsmál, umhverfismál eða nýframkvæmdir. Það er framkvæmdasvið Borgarbyggðar sem fer með þessi mál auk umhverfismála, umferða- og samgöngumála, hreinlætismála, brunavarna/slökkviliðs, landbúnaðarmála, umsýslu með fasteignum í eigu sveitarfélagsins og vinnuskóla. Framkvæmdasvið vill geta veitt sem besta þjónustu í ofangreindum verkefnum. Liður …
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2007
Fjárhags- og framkvæmda-áætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2007 hefur nú verið lögð fram til kynningar hér á heimasíðunni. Hana má finna undir sveitarfélagið og þar undir tölulegar upplýsingar. Ennfremur má þar sjá greinargerð Lindu Bjarkar Pálsdóttur fjármálastjóra.
Íris gefur góð ráð á Kleppjárnsreykjum í dag
Íris Grönfeldt íþróttafræðingur mætir og leiðbeinir í tækjasalnum í íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum frá kl. 15.30 – 17.30 í dag, miðvikudaginn 10. janúar. Mætum öll og fáum æfingaáætlun við hæfi hvers og eins á nýju heilsuræktarári 2007.